Rauð rúlletta

Frásögn innanbúðarmanns af auðævum, völdum, spillingu og hefnd í Kína okkar daga

Í þessari einstöku og upplýsandi bók sviptir höfundur hulunni af ráðandi elítu í Kína og afhjúpar hvað raunverulega gerist á bak við luktar dyr i fjármálaheiminum í þessu fjölmennasta ríki heims þar sem leynd og ógn hefur löngum verið ríkjandi. Gríðarleg spilling, óhóf auðmanna og grimmilegar afleiðingar ef skerst í odda við ráðandi öfl.

......

Desmond Shum ólst upp við fátækt í Kína. Hann hét sjálfum sér því að brjótast til mennta og auðlegðar. Að loknu háskólanámi giftist hann hinni gáfuðu og metnaðarfullu Whitney Duan sem var ákveðin í að hasla sér völl í karlasamfélaginu í Kína.

Með því að mynda tengsl við æðstu meðlimi Kommúnistaflokksins, hina svokölluðu Rauðu aðalsstétt, komust þau brátt í hóp kínverskra milljarðarmæringa. En árið 2017 urðu straumhvörf í lífi þeirra þegar Whitney hvarf sporlaust.

Ótrúleg bók sem hefur farið sigurför um heiminn og varpar skýru ljósi á fjármálalíf og stjórnarhætti í Kína samtímans.

Útgáfuform

Rafbók

  • ISBN 9789935216007

Kilja

Forsíða bókarinnar