Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Rekstrarhagfræði

Fyrir framhaldsskóla

  • Höfundur Helgi Gunnarsson
Forsíða kápu bókarinnar

Rekstrarhagfræði fjallar um rekstur fyrirtækja og stofnana. Bókin er ætluð byrjendum og er efni hennar sett fram á aðgengilegan hátt með fjölda dæma og skýringarmynda. Þetta er fjórða útgáfa bókarinnar, aukin og endurbætt.

Bókin hefur verið kennd í flestum framhaldsskólum landsins en auk þess hefur hún verið notuð í viðskipta- og tölvufræðslu. Hún skiptist í fjóra hluta:

- Fyrirtæki og stofnanir í samfélaginu.

- Skipulag fyrirtækja, framleiðsla og framleiðsluferli.

- Efnahagslega afkoma fyrirtækja.

- Markaðsmál fyrirtækja og stefnumótun.