Rigning í nóvember

Forsíða kápu bókarinnar

Ung kona sem talar 11 tungumál stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ferðalag til að finna stað fyrir sumarbústað. Með í för er heyrnarlaust barn og í hanskahólfinu er happdrættisvinningur. Á leið hennar í nóvemberþoku verða þrír karlmenn og nokkur dýr. Í bókinni eru 47 mataruppskriftir og ein prjónauppskrift.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Tilnefnd til Prix Femina-bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Tilnefnd til Independent Foreign Fiction Prize í Bretlandi.

„Töfrandi“

(Guardian)

„Ljóðræn og sérkennileg. Hefur allt sem skáldsaga þarf. Stórkostlegur höfundur“

(Figaro)