Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sælureitur agans

Forsíða bókarinnar

14 ára stúlka hefur varið hálfu lífi sínu í heimavistarskólum í Ölpunum en bíður þess eins að vistinni ljúki svo hið sanna líf geti hafist. Tíminn líður hægt við fullkomna náttúrufegurð og lífsleiða. Hún laðast að skólasystur sem þekkir lífið utan heimavistarskóla ... Einstök skáldsaga um sakleysi æskuára og ógnir fullorðinsára, listilega skrifuð.

Námið er ekki krefjandi og lífið í heimavistinni snýst um mannleg samskipti þar sem sakleysi æskuára víkur fyrir flækjum og ógnum fullorðinsára – þrjáhyggju, ást og brjálsemi. Beittur stílsmáti höfundar er í senn fagur og uggvænlegur.

„Dásamlegur, snilldarlegur, ótaminn rithöfundur.“ – Susan Sontag

„Glæsileg, nöpur og dapurleg. Ég hef aldrei tekið önnur eins andköf af hreinni bókmenntagleði eins og við lestur þessarar skáldsögu. Algerlega einstök bók.“ – Lithub

„Einstakur prósi.“ – Joseph Brodsky

„Glæsilega uppbyggð og þrjóskulega hrífandi stúdía um glatað sakleysi og óendurgoldna ást. Sannarlega vel úr garði gert.“ – Kirkus Reviews