Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Saga eiginkonunnar

Persónuleg frásögn

  • Höfundur Aida Edemariam
  • Þýðandi Karl Sigurbjörnsson
Forsíða kápu bókarinnar

Yetemegna, amma bókarhöfundar, fæddist í norðurhluta Eþíópíu árið 1916. Hún mátti þola ýmsar raunir á langri ævi og barðist ótrauð fyrir réttlæti sér og sínum til handa á stormasömum tímum í Eþíópíu.

Einstök ævisaga ótrúlegrar konu sem missti aldrei kjarkinn þótt á móti blési en jafnframt einstök lýsing á mannlífi í landi sem oft er misskilið.

Það voru stormasamir tímar í Eþíópíu á ævi Yetemegnu: einvaldur keisari tók við af lénsveldi fyrri alda, herir Mússólínis réðust inn í landið, flugvélar bandamanna vörpuðu sprengjum á það, keisaranum var steypt í blóðugri byltingu marxista og grimmileg borgarastyrjöld hófst í kjölfarið.

Meðan á öllu þessu gekk sinnti Yetemegnu fjölskyldu sinni eftir bestu getu.

Aida Edemariam er eþíópsk í aðra ættina og kanadísk í hina. Hún ólst upp í Addis Ababa og nam enskar bókmenntir við háskóla í Oxford og Toronto. Hún hefur síðan starfað sem blaðamaður í New York, Toronto og London þar sem hún er nú pistlahöfundur greinahöfundur og ritstjóri við stórblaðið Guardian. Saga eiginkonunnar hreppti bæði Jerwood-verðlaunin og The Royal Society of Literature's Ondaatje-verðlaunin í Bretlandi. Aida Edemariam er búsett í Oxford.

„Að lesa þessa bók er ekki aðeins eins og að fræðast um liðna tíma heldur eins og að upplifa þá.“ – New Statesman

„Framúrskarandi ... Frásagnarmátinn er eins og í bestu skáldsögu.“ – Financial Times