Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Þessi bók fjallar um söguna af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling og ættu jafnt ungir sem aldnir að hafa gaman af þessu bráðsnjalla ævintýri.

Fyrir margt löngu sagði Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, barnabörnunum sínum gamalt ævintýri sem hann heyrði í útvarpinu fyrir mörgum árum síðan. Börnin urðu spennt, báðu hann sífellt um að segja sér þessa sögu aftur og á endanum hvöttu þau hann til að setja hana á bók. Og nú er hún komin út.

Útgáfuform

Innbundin

Fáanleg hjá útgefanda