Sálnasafnarinn

Forsíða kápu bókarinnar

Hinn ungi séra Ebeneser er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðar í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham.

Hinn ungi séra Ebeneser er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðar í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Hann virðist búa yfir töfrum.

Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham. En hvað býr á bak við rólegt og hreinlynt viðmótið. Einnig fáum við innsýn í ýmislegt úr uppvexti hans.

Þetta er saga um mann sem á í stríði við freistingar og eigin skugga.

Hver er hann?

Þór Tulinius hefur áður skrifað leikrit og leikgerðir sem hafa ratað á svið í íslenskum leikhúsum og birtar hafa verið smásögur eftir hann en þetta er hans fyrsta skáldsaga í fullri lengd.

……………………….

Afar grípandi skáldsaga sem erfitt er að leggja frá sér, ekki síst fyrir sérlega áhugaverða aðalpersónu og sögumann. Frábær frumraun!

Davíð Hörgdal Stefánsson, rithöfundur.

..........................

„Frumleg og spennandi saga sem kemur sífellt á óvart.“

Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður