Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Serótónínendurupptökuhemlar

  • Höfundur Friðgeir Einarsson
Forsíða kápu bókarinnar

Reynir býr við allar aðstæður til að vera hamingjusamur, en er það ekki. Nú hefur hann fengið nóg. Reynir er orðinn leiður á að vera leiður. Hvernig vindur maður ofan af slíku óyndi, rótlausum beyg? Og hvað tekur við þegar skrefið er stigið og hjálpin berst? Friðgeir tekst hér á við hversdagslega angist með sínum ísmeygilega húmor.