Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sigríður á Tjörn

Minningar og myndbrot frá langri ævi

  • Höfundur Sigríður Hafstað
Forsíða bókarinnar

Í bókinni bregður Sigríður Hafstað upp myndbrotum úr ævi sinni með sendibréfum, viðtölum og öðru efni sem frá henni er runnið. Hún ólst upp á stóru sveitaheimili í Vík í Skagafirði og stóð fyrir öðru slíku á Tjörn í Svarfaðardal. Þar fæddi hún og klæddi börn sín sjö og oft miklu fleiri börn, sinnti gestum, vann við bústörf og starfaði að félagsmálum, kórsöng og leiklist. Gekk á fjöll, rak héraðsfréttablað, var hreppstjóri og snerist í kringum niðjana.