Sjala­seiður

Forsíða bókarinnar

Sjalaseiður er óður til íslensku ullarinnar, íslenskrar náttúru og norrænu goðafræðinnar. Í bókinni eru sögur, ljóð og sjalauppskriftir. Fyrirsætan er íslensk náttúra, hafið og fjöllin.

Sjölin eru prjónuð úr íslenskri ull og er hvert og eitt þeirra eins og ljóð sem segir gamla sögu og nýja ásamt því að veita hlýju, vernda og gleðja.