Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skaðræði

  • Höfundur Jón Pálsson
Forsíða bókarinnar

Austur á Fjörðum er útigangsfé skotið á færi fyrir tilstilli Matvælastofnunar. Viðskilnaðurinn er engum til sóma og aðfarirnar verkja furðu og viðbjóð heimamanna.

Brynhildur, fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, er nýtekin við starfi lögregluvarðstjóra á Seyðisfirði og hlakkar til rólegri daga. Í lögregluumdæminu, sem átti að vera friðsælt og rólegt, hrannast hins vegar upp endalaus og yfirgripsmikil verkefni. Brátt kemur í ljós að hún á í höggi við alþjóðlegar glæpaklíkur sem virðast hafa hreiðrað um sig hérlendis, jafnvel í fámenninu á Austfjörðum.Bókin er öðrum þræði þjóðfélagsádeila og vekur athygli á ýmsu grunsamlegu sem býr að baki íslensku atvinnulífi.