Skaðræði

Brynhildur, fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, er nýtekin við starfi lögregluvarðstjóra á Seyðisfirði og hlakkar til rólegri daga. Í lögregluumdæminu, sem átti að vera friðsælt og rólegt, hrannast hins vegar upp endalaus og yfirgripsmikil verkefni. Brátt kemur í ljós að hún á í höggi við alþjóðlegar glæpaklíkur sem virðast hafa hreiðrað um sig hérlendis, jafnvel í fámenninu á Austfjörðum.

Bókin er öðrum þræði þjóðfélagsádeila og vekur athygli á ýmsu grunsamlegu sem býr að baki íslensku atvinnulífi.