Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skáldkona gengur laus

Erindi 19. aldar skáldkvenna við heiminninninn

  • Höfundur Guðrún Ingólfsdóttir
Forsíða bókarinnar

Hér er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar. Í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunarafls.

Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Guðrúnar Ingólfsdóttur.

Í þessari bók er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar svo þær megi endurnýja erindi sitt við heiminn. Í kveðskap skáldkvennanna má sjá skýra sjálfsmynd en ekki síður menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunarafls. Þær höfðu einnig ákveðnar hugmyndir um hlutverk sitt sem skálda. Meginerindi sitt töldu þær vera að bera ljós inn í líf fólks, en líka að benda á það sem miður fór. Óhófleg kynhvöt karla er sannarlega ekki splunkunýtt vandamál. Ein þessara kvenna, holdsveik og blind, reis upp í lok aldarinnar og útbjó hálfgerða sjálfshjálparbók í kvæðaformi fyrir aðra sjúklinga á Holdsveikraspítalanum, þrátt fyrir að hún stæði í neðsta þrepi mannfélagsins. Í skáldaheimi kvennanna fjögurra ríkti nefnilega hvorki stéttskipting né feðraveldi.

Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Guðrúnar Ingólfsdóttur á handritum kvenna. Guðrún hefur áður sent frá sér bók um skylt efni, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar.