Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skemmti­­kraftur­inn

Töfrabrögð, sirkusbrellur og grín

Hefur þig alltaf langað til að kunna töfrabrögð eða sirkuslistir? Áttu mörg systkini og finnst þú fá of litla athygli? Þá er þetta bókin fyrir þig! Lærðu 26 brögð og brellur sem slá í gegn, eins og að láta blýant hverfa, búa til ógeðslegt prumpuhljóð eða höggva gulrót í tvennt með peningaseðli. Bók sem færir ungum sem öldnum endalausa gleði og fjör.