Skemmtilegt er myrkrið

Forsíða bókarinnar

Sjótta bókin í ritröð Töfrahurðar sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi. Sígilt og fallega skreytt ævintýri sem flytur alla inn í heillandi og skemmtilegan heim þjóðsagna og ævintýra. Eða eins og galdrakarlinn í sögunni segir: Skemmtilegt er myrkrið!

Ása Signý er fjörug og forvitin stelpa. Í þessu nýja tónleikhúsi kynnumst við henni og Jón Árni frænda hennar sem kann ógrynni af sögum um drauga, galdrakarla, huldufólk og margar aðrar furður. Tónlistin og sagan eru eftir Elínu Gunnlaugsdóttur.

Þórarinn Eldjárn skrifar texta lokalags og Heiða Rafnsdóttir myndskreytir söguna.

Bókinni fylgir geisladiskur með flutningi á verkinu.