Höfundur: Þórarinn Eldjárn

Greppibarnið

Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Börn á öllum aldri fagna endurútgáfu Greppibarnsins, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

Greppikló

Greppikló er ógurleg skepna með geiflugóm og gríðarlegar tær með klóm, og hún slafrar í sig slöngum, refum og uglum sem á vegi hennar verða. Eða það segir litla músin að minnsta kosti við dýrin sem hún hittir í skóginum. Bókin Greppikló hefur notið gífurlegra vinsælda hjá ungum lesendum um árabil, sérstaklega þeim sem óttast hið ókunna.

Tættir þættir

Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfíflið, Kristmann og Ursus.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Rím og roms Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn Forlagið - Mál og menning Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt kynslóðir íslenskra barna. Þessi fallega bók geymir nýjar og skemmtilegar vísur um kaldar og heitar krumlur, heilagar kýr, kubba, tröll og margt, margt fleira. Hver opna er prýdd fjörugum myndum sem endalaust er hægt að skoða. Óskabók fyrir litla og stóra ljóðaorma.
Umfjöllun Þórarinn Eldjárn Forlagið - Vaka-Helgafell Átta stór­skemmti­legar og listilega stílaðar sögur úr fortíð og samtíð frá meistara smásögunnar. Þórarinn Eldjárn er fundvís á for­vitni­leg sjónarhorn og fjallar hér af glögg­skyggni um fólk og furður fyrr og nú – og ljóstrar upp um ýmislegt sem legið hefur í þagnargildi. Sögu­persón­urnar eru eftirminnilegar, viðfa...