Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skipin sem hurfu

  • Höfundur Steinar J. Lúðvíksson
Forsíða bókarinnar

Hér er fjallað um skip sem hurfu á öldinni sem leið. Í sumum tilvikum er vitað á hvaða hátt þau fórust og jafnvel var fylgst með síðustu andartökum skipverja. Í öðrum tilvikum var enginn til frásagnar og aðeins hægt að geta sér til um hver afdrif þeirra urðu – skýringar komu stundum mörgum árum síðar. Mikil dulúð fylgdi hvarfi sumra skipanna ...

Steinar J. Lúðvíksson er fróðastur landsmanna um sjóslys og hefur m.a. sent frá sér ritröðina Þrautgóðir á raunastund sem naut mikilla vinsælda.

Fróðleg, spennandi og dulmögnuð bók um veruleika íslenskra sjómanna.