Skrifað í þangið
Í þessari bók eru yrkisefni af margvíslegum toga. Einn kafli er helgaður nánasta umhverfi höfundar, 101 í Reykjavík, annar höfðar til fólks á öllum aldri með frjótt ímyndunarafl, sá þriðji er endurminningar, fjórði er helgaður minningu Ástu Lilju, eiginkonu höfundar, og sá síðasti, Trú, fjallar um tilvist mannsins og tengsl hans við náttúruna.
Sigurður Jón Ólafsson er fæddur 1947 og er þessi bók önnur ljóðabók hans. Sú fyrsta hét Slitinn þráður úr köngulóarvef og kom út 2014. Sigurður starfaði lengst af í Borgarbókasafni Reykjavíkur, en er nú kominn á eftirlaun. Sigurður er með BA-próf í bókasafnsfræði og íslensku.
Ljóðin skiptast í fimm kafla og eru yrkisefni af margvíslegum toga. Einn kafli er helgaður nánasta umhverfi höfundar, 101 í Reykjavík, annar höfðar sérstaklega til fólks á öllum aldri með frjótt ímyndunarafl, sá þriðji er endurminningar frá ólíkum æviskeiðum, fjórði er helgaður minningu Ástu Lilju, eiginkonu höfundar, og sá síðasti og viðamesti – Trú – fjallar um tilvist mannsins og tengsl hans við náttúruna.