Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Skrifarar sem skreyttu handrit sín
Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda
Í bókinni er fjallað um skreytingar í íslenskum pappírshandritum frá lokum 17. aldar til upphafs þeirrar 20. Viðfangsefnið bregður nýju ljósi á íslenska lista- og menningarsögu og eru birtar um 150 litmyndir úr handritum frá rannsóknartímanum. Hér er á ferðinni verk fyrir allt áhugafólk um myndlist í nútíð og fortíð.