Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skuggabrúin

  • Höfundur Ingi Markússon
  • Lesari Jóhann Sigurðarson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson
Forsíða bókarinnar

Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva?

Skuggabrúin er spennuþrungin og heillandi furðusaga ætluð jafnt ungmennum sem fullorðnum, saga um ofdramb og svik, vetrarkulda og hlýju, ljós og myrkur. Bókin er fyrsta skáldsaga Inga Markússonar trúarbragðafræðings.

Myrk og töfrandi

„Kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og grípur lesanda frá fyrstu blaðsíðu. Meistaralega skrifuð fantasía sem þó er á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar. Sagan er myrk og töfrandi úr einstökum hrollköldum heimi í fjarlægri framtíð á einhvers konar jörð. “

Rósa Margrét Tryggvadóttir, Morgunblaðið

Fagurlega smíðuð bók

„Skuggabrúin er fagurlega smíðuð bók orða sem flytja okkur í sagnaheim af ljósi og myrkri, þar sem ævintýralegar frásagnir fléttast saman í huga lesandans og speglast í persónum og atburðum úr veruleika samtímans.“

Sjón

„Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við þessa bók. Hún er svo öðruvísi og það er einhver djúp hugsun þarna.“

Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan