Snyrtistofan

Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.
Höfundur bókarinnar, Mario Bellatin, hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verið þýddur á yfir annan tug tungumála en Snyrtistofan er hans þekktasta verk. Hann er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku.