Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Snyrtistofan

  • Höfundur Mario Bellatin
  • Þýðandi Birta Ósmann Þórhallsdóttir

Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.
Höfundur bókarinnar, Mario Bellatin, hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verið þýddur á yfir annan tug tungumála en Snyrtistofan er hans þekktasta verk. Hann er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku.

Útgáfuform

Sveigjanleg kápa

  • 96 bls.
  • ISBN 9789935946072