Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sögur fyrir jólin

Forsíða bókarinnar

Sögur fyrir jólin er hugljúft og hrífandi jólaævintýri sem skiptist í 24 kafla sem tilvalið er að hlusta á fyrir svefninn og kalla fram kyrrð og ró í aðdraganda jólanna.

Hildur, Dísa og Óli búa í litlum bæ úti á landi og hlakka mikið til jólanna. Í desember er í mörg horn að líta og krakkarnir lenda í ýmsum ævintýrum ásamt hundinum Mána og hænunni Lottu. Þau æfa jólaleikrit í skólanum, fara í ferðalag til Reykjavíkur og bíða spennt eftir snjónum sem virðist aldrei ætla að koma. Þau þurfa líka að finna jólagjöf handa afa hennar Hildar sem á allt og vantar ekkert.