Sögur úr Síðunni

Sögur úr Síðunni opna lesendum glugga inn í horfinn heim sem er býsna framandi þótt hann sé ekki ýkja fjarlægur í tíma, heim íslensks sveitalífs um það bil sem „allt landið er að búa sig undir að flytja til Reykjavíkur án þess að gera sér grein fyrir því.“ Leiftrandi kímni og eftirminnilegar persónur einkenna sögurnar.