Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sóley Eiríksdóttir: Gletta

  • Ritstjórar Aldís Arnardóttir og Hólmar Hólm
  • Höfundar Auður Ava Ólafsdóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir
  • Þýðandi Ingunn Snædal
Forsíða bókarinnar

Vegleg sýningarskrá sem gefin var út í tilefni samnefndrar sýningar á verkum listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994) í Hafnarborg í ársbyrjun 2023. Bókin er einnig prýdd ljósmyndum af úrvali af verkum Sóleyjar, jafnt grafíkverkum sem þrívíðum verkum, sem hún vann í leir, steinsteypu eða brons. Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.

Í útgáfunni er fjallað um ævi og feril Sóleyjar, þar sem fléttast saman bæði persónulegar hugleiðingar og listfræðileg innsýn. Þá er birt viðtal við nána vinkonu Sóleyjar, Kristínu Ísleifsdóttur, vöruhönnuð og leirlistarmann, en þær Sóley ráku saman verkstæði í Reykjavík um tíma. Auk þess deila vinir og samferðafólk listakonunnar minningum sínum af Sóleyju og draga þannig upp mynd af henni í lífi og leik.