Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sólrún

- saga um ferðalag

  • Höfundur Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Forsíða bókarinnar

Sólrún ákveður að láta sig hverfa úr þjónustuíbúð fyrir aldraða og leggur af stað í ferðalag á puttanum. Förinni er heitið í Mývatnssveit en þangað telur hún sig eiga brýnt erindi. Margvíslegt fólk verður á leið hennar og sterkar minningar blandast inn í upplifun hennar, móðurþrá, ást og sekt, og svo dauðinn sem nálgast óðum. Áhrifamikið skáldverk.

,,Ég velti því oft fyrir mér hvort laufin verði þess vör þegar þau byrja að fölna. Hvort litabreytingin komi aftan að þeim. Verða þau hissa þegar þau falla niður eða eru þau þá þegar horfin sjálfum sér?"

Sigurlín Bjarney Gísladóttir hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín sem tilnefnd hafa verið til ýmissa verðlauna. Síðasta bók hennar, ljóðabókin Undrarýmið (2019), hlaut frábærar undirtektir bæði gagnrýnenda og almennra lesenda.

"Bæði skemmtilegt og athyglisvert skáldverk." Fréttablaðið

"Sólrún er falleg bók, örlítið angurvær, stundum óþægileg. Textinn þræðir faglega mörkin milli hins draumkennda og raunsæis. Þannig er líðan Sólrúnar kirfilega bundin við hið raunsæja en ferðalagið allt eins og draumur, hlaðið merkingu og leyndarmálum." Lestarklefinn/ RÚV

,,Sigurlín Bjarney er áhrifamikið skáld sem á auðvelt með að gefa sig að hugmyndum og fylgja þeim eftir svo úr verða heilstæð listaverk.“ Rósa María Hjörvar, bokmenntaborgin.is