Söngur Súlu 3
Í faðmi fjallsins
Það er komið að tímamótum hjá Súlu. Hún er ófrísk og í „húsi bóka” er ekkert pláss fyrir barn. Eftir erfiðar uppákomur í vinnunni ákveður hún að flytja vestur, í hús ömmu sinnar sem stendur autt en er – kannski fokið burt í rokinu fyrir vestan. Hún þarf að hugsa hlutina upp á nýtt í nýjum veruleika ein og óstudd sem fullorðin kona og bráðum móðir.
Hún sest að í afskekktu, fámennu sjávarþorpi þar sem lítið er um atvinnu og Fjallið hamlar öllum samgöngum. Draumurinn um að gerast rithöfundur blundar stöðugt í henni og henni tekst að mjaka honum áfram í rétta átt. Margt verður henni til bjargar, skrautlegar en hjálpsamar persónur leynast í daufu mannlífinu og smám saman verður lífið henni bærilegt. Fjallið leikur stórt hlutverk í lífi íbúanna en þótt það sé mannfólkinu oft mikil hindrun veitir það líka skjól og umfaðmar bæði dýr og menn.