Stafróf fuglanna

Stafróf fuglanna er ætlað börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er kverinu ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi.

Bókin er hugsuð sem hefðbundið stafrófskver og er ekki samin með ákveðna lestrarkennsluaðferð í huga heldur er gengið út frá því að foreldrar og kennarar beiti eigin aðferðum við að hjálpa börnum að ná tökum á lestri.

Árni Árnason Hafstað, kennari og þýðandi, er margreyndur höfundur bóka og lestrarhefta handa börnum, bóka sem um árabil hafa verið notaðar við að örva börn til lestrar og lestrarþjálfunar.

Útgáfuform

Innbundin

Fáanleg hjá útgefanda