Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stargate

  • Höfundur Ingvild H. Rishøi
  • Þýðandi Kari Ósk Grétudóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Jólaævintýri úr samtímanum sem fjallar um fullorðna sem villast af leið og börn sem þrá ekkert heitar en að þau læri að rata. Pabbi Ronju og Melissu hefur fengið starf sem jólatréssölumaður og jólunum virðist bjargað. En kráin Stargate og bjórinn sem þar flæðir hefur ekki misst aðdráttarafl sitt. Stargate er saga sem lifir með lesendum.

Stargate er jólaævintýri úr samtímanum sem fjallar um fullorðna sem villast af leið og börn sem þrá ekkert heitar en að þau læri að rata.

Pabbi Ronju og Melissu hefur fengið starf sem jólatréssölumaður og jólunum virðist bjargað. En kráin Stargate og bjórinn sem þar flæðir hefur ekki misst aðdráttarafl sitt. Þegar pabbinn skiptir ullarpeysunni og grenitrjánum aftur út fyrir leðurjakkann og drykkjufélagana taka systurnar til sinna ráða og fá í leiðinni að kynnast því að bæði grenigreinar og ólíklegasta fólk geta veitt skjól undir köldum himni heimsins.

Ingvild H. Rishøi (1978) er stjarna í bókmenntaheimi Noregs og bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál. Stargate er saga sem lifir með lesandanum lengi, lengi.

Kari Ósk Grétudóttir þýddi úr norsku.