Steikarbók Óskars
Allt um nautasteikur og eldun
Hér er á ferðinni löngu tímabær handbók um steikur fyrir allt áhugafólk um góða nautasteikur – jafnt byrjendur sem lengra komna.
Óskar Finnsson, matreiðslumeistari á Finnsson er löngu landskunnur fyrir þekkingu sína á nautakjöti og steikum. Hér býður hann ykkur að stíga með sér inn í heim nautasteikanna þar sem gæði og virðing fyrir hráefninu ráða för.
Bókin er full af fróðleik um allt sem varðar nautasteikur og veitir bæði innblástur og dýpri þekkingu á hráefninu og listinni að elda hina fullkomnu steik. Einnig má finna fjölda uppskrifta af sósum, meðlæti og réttum sem eru ekki síður ljúffengir daginn eftir.
Verði ykkur að góðu!