Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stelpan sem fauk út um gluggann

Stelpan sem fauk út um gluggann
Hekla er lítil, létt, forvitin og athugul. Líf hennar snýst um fólkið hennar og umhverfi á Egilsstöðum. Hjalti bróðir er mikill keppnismaður og ætlar að keppa á frjálsíþróttamóti ÚÍA í sumar og mamma líka. Bjartur litli er heimsins mesta krútt, oftast klístraður í framan en alltaf bosandi.
Rúnar pabbi er fyrirmynd Heklu. Hann er með bíladellu og þarf að ferðast mikið vegna vinnunnar. Hans áhugi er að segja sögur, mæla allt og skrá. Hekla elskar ekkert meira en að ferðast með honum og skoða nýja staði.
Sigurlaug mamma Heklu er umhyggjusöm og traust. Allt virðist vera eins og það á að vera í lífi sjö ára stelpu. En fljótt skipast veður í lofti og saga Heklu tekur óvænta stefnu.
Því allt í einni svipan, varð hún viðskila við fólkið sitt í algerlega nýrri veröld.