Sterk

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu fólki. Það kýs hún þó heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við litlar vinsældir fjölskyldu og vina. En svo hverfur konan í næsta herbergi sporlaust, og síðan önnur. Birta getur ekki annað en rannsakað málið. Hröð og spennandi saga sem hlaut Bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021.