Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stjörnurnar í NBA

  • Höfundur Kjartan Atli Kjartansson
Forsíða bókarinnar

Bandaríski körfuboltinn er ein vinsælasta íþrótt heims og stjörnur NBA þær stærstu í sögunni. NBA-deildin hefur lengi notið mikilla vinsælda á Íslandi en aldrei eins og nú. Hér tekur höfundurinn og íþróttafréttamaðurinn snjalli Kjartan Atli Kjartansson saman alla þá leikmenn sem skipta máli í sögu keppninnar og auðvitað alla þá heitustu í dag.

Verðskulduðu ljósi er beint að NBA hetjum nútímans eins og þeim LeBron James, Luka Doncic, Giannis, Harden, sjálfum Stephen Curry sem dregið hefur vagninn hjá Golden State Warriors síðustu ár og leiddi þá loks til sigurs 2022 - og mörgum fleiri.

Við kynnumst einnig gömlu hetjunum, goðsögnum á borð við Wilt Chamberlain, Kareem Abdul-Jabbar, Magic, Jordan, Shaq og Larry Bird.

Kjartan Atli hefur fært umfjöllun um körfubolta á hærra stig á íslandi með dagskrárgerð sinni og skrifum. Bækur hans um körfubolta hafa komið út bæði á íslandi og Bandaríkjunum.