Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri

  • Höfundur Eyrún Ósk Jónsdóttir
Forsíða bókarinnar

Eyrún Ósk Jónsdóttir, handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar, yrkir hér um föðurmissi, afstæði tíma og rúms, og hvernig megi lifa af missi sem líkist því þegar reikistjarna hverfur af himni. En líka um það sem yfirstígur tíma og rúm, kærleikann, fegurðina og ástina og þá töfra lífsins sem mikilvægt er að við förum ekki á mis við.

Úr Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri:

Morgunninn er verstur

augnablikið þegar ég vakna

og fjarvera þín

skellur á mér

af fullum þunga

að þrátt fyrir alla heimsins drauma

kossa mánans

og svalandi gleymsku rökkursins

máði nóttin ekki út

það sem blasir við

---

Þegar maður er uppi

á sögulegum tímum

áttar maður sig á

að gúrkutíð

er stórlega vanmetin