Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stúlkan með rauða hárið

Forsíða bókarinnar

Rannsóknarlögreglukonan Anna finnur lík í einu af síkjum Gautaborgar. Íslensk stúlka fer sem au pair til Svíþjóðar, en hverfur sporlaust stuttu eftir að hún lendir á flugvellinum í Gautaborg. Anna er þess fullviss um að málin tengist og og vinnur í kappi við tímann í þeirri von að hún leysi málið áður en morðinginn lætur aftur til skarar skríða.