Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stúlkur sem hverfa

  • Höfundur Patricia Gibney
  • Þýðandi Ólöf Pétursdóttir
Forsíða bókarinnar

Á byggingarsvæði í smábænum Ragmullin á Írlandi finnst lík ungrar konu sem hafði verið með barni. Sama dag birtist á tröppunum hjá Lottie Parker lögregluvarðstjóra ung móðir með son sinn í fanginu og biður um hjálp. Vinkona hennar hefur horfið sporlaust.

Um leið og fjölskylda hennar virðist ætla að falla saman eftir átakanlega lífsreynslu, rannsakar Lottie mál stúlknanna ásamt vinnufélaga sínum Boyd. Því dýpra sem þau kafa í málin því lengra færast þau niður í spillta og óhugnanlega undirheima þar sem hættur leynast við hvert fótmál.

Ekki líður á löngu þar til annað fórnarlamb finnst og af sárunum á líkinu að dæma virðist sami morðingi vera að verki. Brátt hverfa tvær stúlkur til viðbótar. Lottie og Boyd þurfa að hafa hraðar hendur og leysa málið áður en fleiri stúlkur verða morðingjanum að bráð.

Stúlkur sem hverfa er önnur bókin í geysivinsælli glæpaseríu metsöluhöfundarins Patricia Gibney um Lottie Parker lögregluvarðstjóra. Bækurnar hafa slegið í gegn víða um heim og birtast í frábærum lestri Þórunnar Ernu Clausen.

„“