Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stundum verða stökur til

  • Höfundur Hjálmar Jónsson
Forsíða bókarinnar

Bragasnillingurinn Hjálmar Jónsson fer hér á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Hann rekur sig fram um ævina í vísum og ljóðum enda ljóst að bundið mál varðar æviveginn.

Skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi, samskipti við fólk í gleði og gáska þar sem skeytin fljúga í allar áttir. Í bókinni má einnig finna dýpri kveðskap. Þeim megin er settleg alvara í sálmum og skírnar- og minningarljóðum. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn.

Bókarheitið er hluti af tækifærisvísu eftir Hjálmar, sem hann orti á góðri stund:

Andagift ég ekki skil

eða þekki.

Stundum verða stökur til

og stundum ekki.