Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sungið af hjartans lyst

Friðbjörn G. Jónsson

  • Skrásetning Sölvi Sveinsson
Forsíða kápu bókarinnar

Friðbjörn G. Jónsson söngvari rifjar upp æskuminningar af Sauðárkróki og frá söngferli sínum. Hann var m.a. félagi í Karlakór Reykjavíkur 1956-2021 og einsöngvari með kórnum 1965-1996. Bókin er mynskreytt, 132 blaðsíður að stærð og hljómdiskur með söng Friðbjarnar fylgir bókinni.

Í þessari bók er sagt frá uppvexti Friðbjarnar G. Jónssonar á Sauðárkróki, en hann ólst upp frá 8 ára aldri á sjúkrahúsinu þar sem móðir hans var ráðskona og hafði lítið herbergi fyrir sig og drengina sína tvo. Líklega er það einstætt.

Lengri hluti bókarinnar fjallar um söngferil Friðbjarnar sem spannar meira en 60 ár. Hann var félagi í Karlakór Reykjavíkur frá 1956 til 2021, einsöngvari með kórnum 1965 til 1996, einsöngvari með Skagfirsku söngsveitinni um árabil, tók þátt í óperuuppfærslum, vann með Pólýfónkórnum, söng með Sigfúsi Halldórssyni í 15 ár og átti farsælan sólóferil 1961-2006. Hér segir af söngnámi hans og koma þar við sögu Kristinn Hallsson, Guðmundur Jónsson, Engel Lund, Einar Kristjánsson og ekki síst Stefán Íslandi. Friðbjörn hefur sungið inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og Ríkisútvarpið á meira en 150 hljoðritanir af söng hans. Hljómdiskur með söng Friðbjarnar fylgir bókinni.