Niðurstöður

  • Sögufélag Skagfirðinga

Byggðasaga Skagafjarðar X

Komið er út lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar sem jafnframt er hið tíunda í röðinni. Það fjallar um Hofsós og Hofsóshrepp, eyjarnar Drangey og Málmey ásamt kauptúnunum Grafarósi og Haganesvík. Í bókinni er fjöldi ljósmynda, korta og teikninga auk margra áhugaverðra innskotsgreina. Einstakt verk í byggðasöguritun á Íslandi.

Eyþór Stefáns­son tónskáld Ævi­saga

Eyþór Stefánsson (1901-1999) bjó alla ævi á Sauðárkróki og var mikilvirkur í menningarlífi Skagafjarðar, sérstaklega á sviði leiklistar og tónlistar. Eftir hann eru mörg þekkt sönglög. Bókin gefur einkar gott yfirlit um ævi Eyþórs og fjölþætt menningarlíf á Sauárkróki á hans tíð.