Súrkál fyrir sælkera
Viltu læra að gera súrkál, chutney, kimchi og fleira gerjað góðgæti sem bætir auk þess meltinguna og eflir heilsuna? Hér gefur Dagný Hermannsdóttir hagnýtar leiðbeiningar um grunnaðferðir, tæki og tól, hráefni, geymslu og fjölbreytta notkun sýrðs grænmetis auk fjölda einfaldra sælkerauppskrifta. Gagnleg og girnileg bók sem er loksins fáanleg aftur.