Svartdjöfull

Með gömlum hákarlaveiðimanni sækir höfundur á mið myrkurs og sjávar til að gá hvað þar leynist. Á eftir þeim liggur slóð klakahröngls, þunglyndis og ótta. Eða hvað leynist innan við litlar dyr undir súð og bakvið andlit í spegli? Hákarlar, djöflaskötur og mara leggjast yfir og breyta skáldi í marmara.

Fullt tungl

með uppgerðarangist

hæðist að mér

ég er kominn

á botninn

dýna

með sandkornum föstum á lakinu

ég þori ekki að opna augun

hræddur um að brátt leggist mara á mig

breyti mér í marmara

það gerist ekkert

ég opna augun

lít upp

yfir mér

hákarlar

og djöflaskötur

ég loka augunum

finn hala skötunnar

strjúkast upp við mig