Goðheimar 15 Sýnir völvunnar
Fimmtánda og síðasta bókin í bókaflokknum vinsæla um Goðheima. Fimbulvetur ríkir í Ásgarði og Fenrisúlfur er kominn aftur á kreik. Ragnarök virðast í nánd, jötnar búa sig undir bardaga og æsir ræsa út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn og fær óvænta aðstoð frá Röskvu sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið.