Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Talandi steinar

Forsíða bókarinnar

Ljóðabálkurinn Talandi steinar lýsir dvöl á geðdeild og glímu við erfiðar tilfinningar. Þessi áhrifamikla bók hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2022 og segir í umsögn meðal annars: "Þetta heildstæða verk býr yfir framvindu um leið og hvert ljóð stendur sjálfstætt sem sjónhending inn í tilveru þeirra sem glíma við geðsjúkdóma."

Tilveran gengur einsog klukka

en ekki ég

Veit aldrei

hvenær myrkrið kemur

eða birtan

Í umsögn verðlaunanefndar Nýræktarstyrksins segir meðal annars: „Höfundur yrkir af næmni og skilningi á viðfangsefninu og dregur upp sannfærandi mynd af ljóðmælanda og samferðafólki hans á deildinni. Myndmál bókarinnar er lágstemmt en sterkt og býr yfir breytilegum endurtekningum sem ljá verkinu ljóðræna dýpt. Þetta heildstæða verk býr yfir framvindu um leið og hvert ljóð stendur sjálfstætt sem sjónhending inn í tilveru þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“