Smásögur Þær líta aldrei undan
Nunca apartan la mirada
Smásagnasafn eftir fréttaritarann og leiðsögumanninn Kristin R. Ólafsson. Sögurnar spanna allt frá glæpum og harmgáska til hins dularfulla, ef ekki dulúðlega, þar sem fyrir kemur morðingi í Garðabæ, sveimhuga Bóluhjálmar og konur sem líta aldrei undan. Ritað á mergjaðri íslensku Eyjamannsins. Tvímála bók, ísl. og spænsk.
Þær líta aldrei undan er smásagnasafn eftir fréttaritarann og leiðsögumanninn Kristin R. Ólafsson. Þar hittum við fyrir glæpamann í Garðabæ, dularfullar konur á Kúbu sem líta aldrei undan og sveimhuga Bóluhjálmar á bak við tjöldin í Madríd. Og er þá fátt eitt nefnt. Smásögur Kristins R. Ólafssonar spanna allt frá glæpum og harmgáska til hins dularfulla, ef ekki dulúðlega, og eru ritaðar á mergjaðri íslensku Eyjamannsins. Bókin er tvímála, á íslensku og spænsku.