Þegar við lifum
Ungverska skáldkonan Jana er flestum gleymd en samt hefur ljóðið hennar um gildi vináttunnar náð eyrum íslensks manns sem finnur líf sitt vera að fjara út í tilgangsleysi og vonbrigðum. Og hann mætir líka þessari vináttu þar sem hann kannski átti hennar síst von – og ástinni að auki. Áhrifarík samtímasaga eftir einn okkar fremsta skáldsaganahöfund.
Allt frá því Sigurjón Magnússon sendi frá sér skáldsöguna Góða nótt, Silja árið 1997 hefur hann verið meðal okkar fremstu skáldsagnahöfunda. Skáldsaga hans um Kristmann Guðmundsson, Borgir og eyðimerkur, vakti mikla athygli og saga hans Endimörk heimsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þegar við lifum er tíunda skáldsaga Sigurjóns.