Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þrútið var loft og þungur sjór

Frásagnir frá fyrri tíð

  • Höfundur Steinar J. Lúðvíksson
Forsíða kápu bókarinnar

Þrútið var loft og þungur sjór eftir Steinar J. Lúðvíksson er afar fróðleg og áhugaverð bók um sjóskaða við strendur Íslands. Hér segir frá skipbrotsmönnum hringinn í kringum landið fyrr á tíð, giftusamlegum björgunum, hörmulegum mannsköðum, gjörningaveðrum, feigð og baráttu við landhelgisbrjóta.

Þá fjallar Steinar ýtarlega um hákarlaveiðar sem stundaðar voru við erfiðar aðstæður á vanbúnum bátum í illum veðrum en Grænlandshákarlinn getur orðið allt að sjö metra langur. Steinar J. Lúðvíksson er kunnastur fyrir stórvirki sitt, Þrautgóðir á raunastund, sem kom út í nítján bindum og naut fádæma vinsælda. Hér hefur hann tekið saman einstakar frásagnir af hetjum hafsins – frásagnir sem öðlast nýtt líf í meðförum hans.