Þung ský

Kynngi­mögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björg­unar­leiðangur. Drengur á afskekktum bæ sér hvar stór farþega­flugvél birtist út úr skýjaþykkni og flýgur hjá. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd og fólk úr sveitinni heldur til leitar. Knöpp og sterk frásögn Einars er lauslega byggð á sönnum atburði, í sama anda og Stormfuglar sem sló rækilega í gegn.