Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þvílíkar ófreskjur

Forsíða bókarinnar

Bókin er afrakstur rannsóknar á eðli og einkennum ritdóma í fjölmiðlum, virkni þeirra á íslensku bókmenntasviði og ógnandi en ótryggu valdi ritdómarans. Sérstakur gaumur er gefinn að þætti kvenna í þessari sögu, þar sem hann hefur hingað til ekki fengið athygli sem skyldi og í lokin er velt upp spurningum um framtíð ritdóma í nýju, tölvuvæddu umhverfi. Bókarheitið er sótt í fræga grein Jónasar um rímur.