Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Trölladans

  • Höfundar Friðrik Sturluson og Guðmundur Ólafsson
  • Lesari Mikael Emil Kaaber, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Birna Pétursdóttir
Forsíða bókarinnar

Jonni neyðist til að fara með pabba sínum á fund í gömlum sveitabæ þvert gegn vilja sínum. Á meðan Jonni bíður eftir að fundurinn klárist ráfar hann upp í fjallið Tröllahyrnu fyrir ofan bæinn og festist í gjótu. Sem betur fer kemur Tóta honum til bjargar en hún reynist vera tröllastelpa sem býr í Tröllabyggð ásamt öllum hinum tröllunum.

Tröllin reynast vera í hinum mestu vandræðum því illmennið Seðill hefur stolið af þeim uppdrætti sem sýnir leiðina að lífsnauðsynlegum plöntum sem geta bjargað lífi steinrunninna trölla. Jonni og Tóta leggja upp í mikla hættuför til þess að ná aftur í uppdráttinn og lenda í miklum ævintýrum á leiðinni. Tekst þeim að sigrast á Seðli og ná uppdrættinum í tæka tíð fyrir Skessunótt?

Guðmundur Ólafsson skrifaði Trölladans. Hann hefur skrifað barna- og unglingabækur, leikrit og sjónvarpsefni fyrir börn. Guðmundur hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin tvisvar sinnum. Friðrik Sturluson er meðhöfundur verksins og samdi auk þess tónlistina og sá um upptökustjórn, útsetningar og tónlistarstjórn ásamt Kristni Sigurpáli Sturlusyni.

Ævintýralegt tröllarokk fyrir alla fjölskylduna!