Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Trú og þjóðfélag

Afmælisrit til heiðurs Péturs Péturssyni

  • Ritstjórar Bjarni Randver Sigurvinsson, Egill Benedikt Hreinsson og Jónas Elíasson
Forsíða bókarinnar

Í bókinni eru 18 greinar fræðimanna á hinum ýmsu sviðum til heiðurs Pétri Péturssyni sjötugum. Hér kennir margra grasa enda endurspeglar það breitt rannsóknar- og áhugasvið afmælisbarnsins, m.a. er fjallað um mannhelgishugtakið, uppruna mannlegs máls, guðsmynd lista, prestshlutverkið, kristna siðfræði, sértrúarhreyfingar og áfengisneyslu í sænskum söfnuðum.