Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Um skáldskaparmenntina

  • Höfundur Árni Sigurjónsson
Forsíða bókarinnar

Um skáldskaparmenntina er safn ritgerða eftir Árna Sigurjónsson um bókmenntafræði og mælskufræði. Þær varpa m.a. ljósi á verk Halldórs Laxness, Níelsar skálda, og að ferðafrásögnum Íslendinga um Sovétríkin á árunum milli heimsstyrjalda. Þá eru grunnhugtök mælskufræði kynnt en sú grein skipaði veglegan sess í skólum Vesturlanda í margar aldir.

Í bókinni er fjallað um ræður af ýmsu tagi og sýn hvernig mælskufræði getur nýst þegar rýnt er í boðskipti á okkar dögum. Einnig er fjallað um táknfræði og tekin dæmi um hvernig hún getur gagnast við rannsóknir á miðaldabókmenntum. Dr. Árni Sigurjónsson er bókmenntafræðingur og hefur áður sent frá sér bækur um sögu bókmenntakenninga og um verk Halldórs Laxness auk skáldverka og fjölda greina.