Undantekningin

(de arte poetica)

Forsíða kápu bókarinnar

Sagan hefst á gamlárskvöld, þegar Flóki, eiginmaður söguhetjunnar, kemur út úr skápnum og flytur til nafna síns og samstarfsmanns. Báðir eru þeir stærðfræðisnillingar og sérfræðingar í óreiðukenningunni. Í kjallaranum býr dvergurinn Perla sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf þótt hún hafi hvorki verið gift né sent frá sér bók.

„Þetta er yndisleg bók, ljóðræn, fyndin og snjöll.“

Information

„Stórkostleg.“

Grazia

Undantekningin hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin Prix littéraire des Jeunes Européens og var tilnefnd til Prix Femina-bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.